Versti veturinn í vatnsbúskapnum

Vatnsbúskapurinn hefur aldrei verið verri en í vetur.
Vatnsbúskapurinn hefur aldrei verið verri en í vetur. mbl.is/Sigurður Bogi

Landsvirkjun hefur orðið af tekjum sem nema u.þ.b. tveimur milljörðum króna, þar sem vatnsbúskapurinn hefur aldrei verið verri en í vetur.

Hefur Landsvirkjun þurft að grípa til skerðinga á afhendingu orku til ýmissa fyrirtækja í vetur og vor vegna þessa.

Samtök iðnaðarins áætluðu fyrr í vetur að tap þjóðarbúsins af völdum skerðinganna myndi verða á bilinu 8-12 milljarðar.

Í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn Morgunblaðsins sem greint er frá í dag kemur fram að vatnsstaðan í Hálslóni fari enn lækkandi, en önnur lón eru farin að jafna sig og safna vatni á ný eftir veturinn.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert