Bardagakappi lést 33 ára

Geane Herrera keppti í UFC í blönduðum bardagalistum.
Geane Herrera keppti í UFC í blönduðum bardagalistum. Ljósmynd/UFC

Kólumbíski bardagakappinn Geane Herrera er látinn, aðeins 33 ára að aldri. Herrera lést í mótorhjólaslysi í Tampa í Flórídaríki í Bandaríkjunum um helgina.

Herrera keppti í UFC í blönduðum bardagalistum, alls fjóra bardaga, og var þar í fluguvigt. Fyrsti bardaginn í UFC kom árið 2011.

Alls urðu bardagarnir í blönduðum bardagalistum 13.

Hann keppti þá einnig í BKFC, hnefaleikum með berum hnúum, og vann sinn eina bardaga í þeirri keppni árið 2021.

Herrera skilur eftir sig 16 ára son og kærustu sem er barnshafandi; komin þrjá mánuði á leið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert