Datt af hestbaki og flutt á bráðamóttöku

Bráðamóttaka Landspítalans.
Bráðamóttaka Landspítalans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kona var flutt á bráðamóttöku eftir að hafa dottið af hestbaki í Garðabænum í dag. Hún var með áverka á hendi og öxl og kvartaði undan verk í höfði.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í dagbókinni segir að eitthvað hafi verið um aðstoðarbeiðnir vegna veikinda í dag og vegna fólks í annarlegu ástandi. 

Líkamsárás í Hafnarfirði

Ökumaður var stöðvaður í Hafnarfirði grunaður um aksturs undir áhrifum fíkniefna og vistaður fangageymslu.

Sömuleiðis var einn handtekinn og vistaður í fangageymslu grunaður um líkamsárás í Hafnarfirði.

Handtekinn eftir líkamsárás í heimahúsi

Í Hlíðunum var tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi. Um minniháttar meiðsli var að ræða en einn var handtekinn.

Tilkynnt var um mann í annarlegu ástandi sem áreitti fólk í verslun í miðborginni. Hann var farinn þegar lögregla mætti á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert