Þyrla forsetans lenti í „slysi“

Ebrahim Raisi forseti Íran.
Ebrahim Raisi forseti Íran. AFP/Ishara S.Kodikara

Þyrla íranska forsetans lenti í „slysi“ í dag að sögn íranskra fjölmiðla. Óvíst er hvort Ebrahim Raisi forseti hafi verið í þyrlunni. 

Atvikið átti sér stað norðausturhluta landsins og eru björgunaraðgerðir í gangi. 

CNN greinir frá því að þyrlan hafi verið ein af þremur þyrlum forsetans sem voru á leið frá Aserbaídsjan. 

Slæm veðurskilyrði eru á svæðinu og mikil þoka sem gera viðbragðsaðilum erfitt fyrir. 

Hinar tvær þyrlurnar komust þá á áfangastað. 

Íranskir miðlar greina frá því að Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, auk annarra embættismanna, hafi verið í sömu þyrlu og Raisi. 

Raisi er 63 ára gamall og hefur verið forseti Íran frá árinu 2021. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert