Rússar drápu úkraínskan ólympíufara

Oleksandr Pielieshenko endaði í fjórða sæti á Ólympíuleikunum í Ríó.
Oleksandr Pielieshenko endaði í fjórða sæti á Ólympíuleikunum í Ríó. AFP/Goh Chai

Ólympíufarinn Oleksandr Pielieshenko var í vikunni drepinn af Rússum í stríðinu í Úkraínu. Úkraínska ólympíusambandið greindi frá tíðindunum.

CNN fjallar einnig um andlát Pielishenkos, en ekki kemur fram nákvæmlega hvar hann lést. 

Pielieshenko varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í tvígang og endaði í fjórða sæti í sínum þyngdarflokki á Ólympíuleikunum í Brasilíu árið 2016.  

Í yfirlýsingu ólympíusambandsins kemur fram að hann hafi gengið í herinn sama dag og Rússar réðust inn í heimalandið, en hann var þrítugur að aldri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert