Orkuskortur hrjáir Vestfirðinga

Mjólkárvirkjun er aflmesta virkjunin sem miðlar orku til Vestfirðinga, um …
Mjólkárvirkjun er aflmesta virkjunin sem miðlar orku til Vestfirðinga, um 11 megavött, sem er um fjórðungur þess sem þarf. mbl.is/Sigurður Bogi

Ekki eru miklar líkur á að úr rætist í framboði á umhverfisvænni raforku á Vestfjörðum í bráð, en íbúar og fyrirtæki í landshlutanum hafa mátt þola skerðingar á ótryggri raforku frá Landsvirkjun í vetur og ekki eru líkur á að því ástandi linni fyrr en um miðjan þennan mánuð. Þá hefur Landsvirkjun fullnýtt 120 daga skerðingarheimildir sínar.

Jarðhitaleit á Vestfjörðum hefur litlu skilað enn sem komið er, ef frá er talinn jarðhiti sem fannst á Drangsnesi sem ætlað er að geti þrefaldað afköst hitaveitunnar á staðnum. Orkusjóður greiddi tæpar 20 milljónir í styrk til jarðhitaleitarátaksins þar, þess fyrsta á öldinni.

Nýjar vatnsaflsvirkjanir í nýtingarflokki rammaáætlunar eiga talsvert í land, en þar er einkum horft til Hvalárvirkjunar sem samþykkt var í 2. áfanga rammaáætlunar árið 2013 og Austurgilsvirkjunar sem samþykkt var í 3. áfanga 2022.

Þó eru horfur á að úr rætist með Hvalárvirkjun á næstu árum, en HS Orka vinnur að undirbúningi virkjunarinnar og stefnir að því að sinna skipulagsmálum og verkfræðivinnu á þessu ári. „Vonandi getum við hafið framkvæmdir í lok næsta árs,“ segir Tómas Már Sigurðsson forstjóri fyrirtækisins í samtali við Morgunblaðið. Gangi það eftir gæti orkuframleiðsla hafist árið 2029.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag, þar sem einnig er rætt er við Guðlaug Þór Þórðarsson, orku- og loftslagsráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka