Sex látið lífið í átökunum í Nýju-Kaledóníu

Mótmælendur hafa kveikt í bílum, fyrirtækjum og opinberum byggingum.
Mótmælendur hafa kveikt í bílum, fyrirtækjum og opinberum byggingum. AFP/Delphine Mayeur

Átök milli franskra hermanna og sjálfstæðissinna í Nýju-Kaledóníu hafa staðið yfir í sex daga.

Hermennirnir vinna nú að því að rífa niður fjölda götuvíga sem sjálfstæðissinnar komu fyrir og hindra umferð til og frá flugvellinum í landinu. 

Sex hafa látið lífið í átökunum og um hundrað særst. Íbúar eyjunnar höfnuðu sjálfstæði í atkvæðagreiðslu og kusu heldur að vera áfram undir stjórn Frakklands fyrr í mánuðinum. 

Verstu óeirðir í áratugi

Óeirðirnar brutust út eftir að yfirvöld í Frakklandi boðuðu ný lög á eyjunni sem gæfu tugum þúsunda íbúa atkvæðarétt sem ekki eru frumbyggjar eyjunnar. 

Um 270.000 manns búa á eyjunni og eru óeirðirnar sem nú ganga yfir þær verstu í áratugi. Mótmælendur hafa kveikt í bílum, fyrirtækjum og opinberum byggingum.  

Samkvæmt frönskum yfirvöldum hafa um 230 manns verið handteknir í óeirðunum og um 3.200 manns eru fastir á eyjunni eftir að mótmælendur tóku yfir helstu aðkomuleiðina að eina alþjóðaflugvelli landsins.  

Frakkar hafa sent um þúsund hermenn og sérsveitarmenn til landsins ásamt brynvörðum bifreiðum sem vinna nú að því að opna aftur veginn að flugvellinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert