Guðríður Hrund nýr skólameistari MK

Guðríður Hrund Helgadóttir hefur verið skipuð skólameistari MK.
Guðríður Hrund Helgadóttir hefur verið skipuð skólameistari MK. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðríði Hrund Helgadóttur í embætti skólameistara Menntaskólans í Kópavogi til fimm ára frá 1. ágúst 2024.

Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins. 

Guðríður hefur starfað við Menntaskólann í Kópavogi frá árinu 2011 og er starfandi skólameistari frá árinu 2023 en hún sótti ein um embættið.

Guðríður lauk grunn- og meistaraprófi í uppeldisfræði og þýsku frá Universität Trier árið 2003 og uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands árið 2004.

Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarskólameistari, áfangastjóri og kennslustjóri.

Guðríður starfaði einnig sem málstjóri og prófdómari hjá Leiðsöguskóla Íslands á árunum 2018–2023. Áður starfaði Guðríður m.a. sem leiðsögumaður, kennari og framkvæmdastjóri.

Þá lauk hún M.Ed. prófi í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2023. Guðríður er einnig með próf sem leiðsögumaður frá Leiðsöguskólanum og viðbótardiplóma í menntastjórnun og matsfræði frá Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert