Sjö vilja verða skólameistarar

Ásmundur Einar Daðason mun skipa í embættin til fimm ára …
Ásmundur Einar Daðason mun skipa í embættin til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust sjö umsóknir um embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans í Kópavogi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 

Umsækjandi um embætti  skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ:

  • Valgarð Már Jakobsson 

Umsækjendur um embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands:

  • Gunnar Páll Steinarsson
  • Margrét Sara Guðjónsdóttir
  • Soffía Sveinsdóttir
  • Sveinn Skúli Jónsson
  • Þórunn Jóna Hauksdóttir

Umsækjandi um embætti skólameistara Menntaskólans í Kópavogi:

  • Guðríður Hrund Helgadóttir

 Skipað verður í embættin öll frá 1. ágúst næstkomandi.

Þá segir, að mennta- og barnamálaráðherra skipi í embættin til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert