Tekist á um orðalag í utanríkismálaályktun

Atkvæði greidd á landsfundi Sjálfstæðisflokks.
Atkvæði greidd á landsfundi Sjálfstæðisflokks. mbl.is/GSH

Mjótt var á mununum í atkvæðagreiðslu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag um setningu í ályktun um utanríkismál, þar sem því er lýst yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hafni hvers kyns stuðningi við ríkisstjórnir, sem hryðjuverkahópar eiga aðild að, eða sem fjármagna hryðjuverkasamtök.

Þessari setning var ekki í drögum að ályktun um utanríkismál, sem lá fyrir fundinum en var bætt inn í ályktunardrögin á fundi starfshóps um utanríkismál.

Nokkur umræða varð um setninguna á fundinum og kom fram tillaga um að fella hana út. Í atkvæðagreiðslu var svo mjótt á mununum, að Sólveig Pétursdóttir, fundarstjóri, treysti sér ekki að skera úr um það hvor hópurinn í salnum væri stærri, sá sem hélt uppi bláum Já-miðum eða sá sem hélt uppi rauðum Nei-miðum. Talningarmenn voru kvaddir til og var niðurstaðan sú, að um 20 fleiri af um 500 fundargestum sögðu nei og því er setningin inni í endanlegri ályktun.

Ályktun landsfundar um utanríkismál

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert