Drífa: Lít á formennsku í þingflokki nánast sem ráðherrasæti

Drífa Hjartardóttir.
Drífa Hjartardóttir. mbl.is/ÞÖK

Drífa Hjartardóttir, sem í gærkvöldi var kjörin formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sagðist telja að það væri afar sterkt ráðherralið, sem Geir H. Haarde hefði skipað. Þá yrði Arnbjörg Sveinsdóttir áfram formaður þingflokksins sem væri ígildi ráðherraembættis og konur myndu væntanlega fá formennsku í nefndum þingsins. Aðeins ein kona er í hópi ráðherra Sjálfstæðisflokks.

„Ég hefði gjarnan viljað sjá tvær konur í ráðherrasætum fyrir okkur en formaðurinn er búinn að tala og ég styð hann í því sem hann gerir," sagði Drífa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert