Slökkviliðsmennirnir hjólandi við Geysi í kvöld

Frá Geysi
Frá Geysi mbl.is/ÞÖK

Slökkviliðsmennirnir hjólandi lögðu af stað um 11 í morgun frá Setrinu, svokallaða Klakksleið og síðan inn á Leppistunguleið. Þeir voru komnir í hús í Setrinu um 9:30 í gærkvöldi og voru þá búnir að vinna einn sólarhring. Þeir komu niður austan megin við Brúarhlöð í dag og gerðu ráð fyrir því að vera við Geysi á milli 8 og 9 í kvöld.

Á vef reiðhjólamannanna kemur fram að ákveðið hefur verið að hjóla ekki á morgun, laugardag, en halda síðan aftur af stað á sunnudag. Þá er áætlað af fara frá Geysi upp á Haukadalsheiði og inn á línuveg sem liggur norðan Laugarvatns og þaðan niður á Þingvelli.

Níu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögðu af stað þann 7. júlí en þeir ætla að hjóla yfir landið í því skyni að afla stuðnings við sjúkra- og líknarsjóð starfsmannafélags liðsins. Lagt var af stað frá Fonti á Langanesi á laugardaginn var og er fyrirhugað að ljúka ferðinni á Reykjanestá miðvikudaginn 18. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert