Sér vonandi leikinn fyrir tárum

Hlutirnir gerðust hratt hjá Björgu Magnúsdóttur og fjölskyldu sem ákváðu eftir sigur Íslands á Austurríki á miðvikudagskvöld að drífa sig suður til Nice í Frakklandi til þess að styðja íslenska liðið í sextán liða úrslitum Evrópumótsins annað kvöld.

„Við sáum leikinn á miðvikudagskvöldið í Kaupmannahöfn. Mamman fór að gráta og þeir umturnuðust. Þá var ekki hægt að gera neitt annað en að koma hingað og styðja strákana,“ sagði Björg þegar mbl.is greip fjölskylduna tali á stuðningsmannasvæðinu í Nice fyrr í dag.

Þau eru búsett í Danmörku og Henrik Birkholm, eiginmaður Bjargar, segir að danskir fjölmiðlar velti sér mikið upp úr íslenska liðinu. Þau búast við gríðarlegri stemmningu á leiknum á morgun þegar Ísland og England mætast.

„Ég er mest stressuð yfir því að sjá ekki leikinn því ég muni gráta allan tímann! Þetta verður rosalegt,“ sagði Björg einlæg, en nánar er rætt við fjölskylduna í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin