Færeyingurinn fór á kostum

Brandur Hendriksson Olsen í leik með FH sumarið 2019.
Brandur Hendriksson Olsen í leik með FH sumarið 2019. Eggert Jóhannesson

Brandur Hendriksson Olsen, fyrrverandi leikmaður FH, átti stórleik fyrir Fredrikstad þegar liðið lagði Raufoss að velli, 3:2, í 16-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.

Fredrikstad er því búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum norska bikarsins.

Júlíus Magnússon leikur með Fredrikstad og lék allan leikinn á miðjunni líkt og Brandur.

Júlíus Magnússon er lykilmaður hjá Fredrikstad.
Júlíus Magnússon er lykilmaður hjá Fredrikstad. mbl.is/Óttar Geirsson

Staðan var 2:2 í leikhléi þar sem Brandur lagði upp bæði mörk gestanna frá Fredrikstad.

Hann skoraði svo sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks en hefði getað kórónað frammistöðu sína með öðru marki sínu undir lokin en klúðraði þá vítaspyrnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert