Hættir eftir að hafa komið liðinu í efstu deild

Sverrir Eyjólfsson.
Sverrir Eyjólfsson. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sverrir Eyjólfsson er hættur þjálfun handboltaliðs Fjölnis. Fjölnir mun leika í efstu deild karla á næstu leiktíð en liðið lagði Þór í oddaleik um að fara upp í gærkvöldi.

Það er handbolti.is sem greinir frá en Sverrir segir þar að það sé nokkuð langt síðan hann tók ákvörðunina.

„Ég ákvað nokkuð snemma á tímabilinu að láta gott heita í vor og snúa mér í meira mæli að sinna fjölskyldunni. Ég fór strax í þjálfun þegar ég hætti að spila. Ég þekki ekkert annað en þetta fimm til átta líf þjálfarans og handknattleiksmannsins. Nú þykir mér vera kominn tími til að brjóta upp munstrið og gefa fjölskyldunni meiri tíma. Ég á ungan son og langar meðal annars að taka aðeins meiri þátt í hans lífi.“

Jafnframt kemur fram í frétt handbolti.is að leitin að eftirmanni Sverris sé nú þegar hafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert