Einn nýliði gegn Eistlandi í kvöld

Einar Bragi Aðalsteinsson er í íslenska landsliðinu sem mætir Eistlandi …
Einar Bragi Aðalsteinsson er í íslenska landsliðinu sem mætir Eistlandi í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur tilkynnt sextán manna hóp sinn fyrir leikinn gegn Eistlandi í Laugardalshöll en það er fyrri úrslitaleikur liðanna um sæti á HM 2025.

Einn nýliði er í hópnum, Einar Bragi Aðalsteinsson úr FH.

Talsverð forföll eru í liðinu vegna meiðsla eins og áður hefur komið fram en þessir sextán leikmenn spila í kvöld:

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (50/2)
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (269/22)

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (96/100)
Bjarki Már Elísson, Veszprém (114/393)
Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (0/0)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (10/3)
Elliði Viðarsson, Gummersbach (48/101)
Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (19/21)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg (59/129)
Janus Daði Smárason, Magdeburg (82/132)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten (38/113
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (84/286)
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (12/16)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (74/212)
Viggó Kristjánsson, Leipzig (55/155)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (88/36)

Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson, Þorsteinn Leó Gunnarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson, Kristján Örn Kristjánsson og Stiven Tobar Valencia missa allir af leiknum vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert