Valur tók forystuna með naumum sigri

Frá vinstri, Hildigunnur Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sáttar.
Frá vinstri, Hildigunnur Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sáttar. mbl.is/Eyþór

Valur sigraði Hauka, 28:27, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í handknattleik á Hlíðarenda í dag.

Valskonur eru þar með komnar yfir í einvíginu, 1:0, en þrjá sigra þarf til að vinna Íslandsmótið.

Mikil gæði voru til staðar í fyrri hálfleiknum. Mikið jafnræði var á milli liðanna og skiptust þau á að eiga góða kafla.

Elín Klara Þorkelsdóttir fór fyrir sínum konum í Haukaliðinu og skoraði sex mörk. Þá skoraði Thea Imani Sturludóttir fjögur mörk fyrir Val. 

Staðan var jöfn að fyrri hálfleik loknum, 16:16. 

Elín Klara Þorkelsdóttir sækir að marki Vals í leiknum í …
Elín Klara Þorkelsdóttir sækir að marki Vals í leiknum í dag. mbl.is/Eyþór

Haukaliðið mætti sterkari inn í seinni hálfleik og komst þremur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn. 

Elín Klara fékk hins vegar tveggja mínútuna brottvísun þegar að tólf mínútur voru eftir og þá hrundi sóknarleikur Hauka. Valur jafnaði metin, 24:24, og náði síðan forystunni. 

Elín Klara skoraði tíu mörk í liði Hauka en Thea Imani skoraði sjö fyrir Val. Þá átti Hafdís Renötudóttir frábæran leik í marki Vals og varði 15 skot. 

Annar leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á sunnudaginn kemur. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Valur 28:27 Haukar opna loka
90. mín. Leik lokið Frábærum fyrsta leik lokið. Valur er því yfir í einvíginu, 1:0.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert