Skellur í síðasta leik fyrir EM

Hlynur Bæringsson var atkvæðamestur í dag.
Hlynur Bæringsson var atkvæðamestur í dag. Mbl.is/Golli

Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði illa fyrir Belgíu í síðasta æfingaleik sínum fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í næstu helgi. Liðið tapaði þá fyrir Belgíu, sem einnig verður í eldlínunni á EM, með 40 stiga mun, 86:46.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn ansi erfiður fyrir íslenska liðið. Staðan var 20:7 eftir síðasta leikhluta og íslenska liðið var sextán stigum undir í hálfleik. Stærsti skellurinn kom svo í fjórða og síðasta leikhluta þar sem Belgía skoraði 29 stig gegn aðeins ellefu, og því fór sem fór.

Hlynur Bæringsson skoraði tólf stig fyrir Ísland og tók fimm fráköst en Jakob Örn Sigurðarson kom næstur með níu stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert