Nat-vélin fékk afmælisköku í Póllandi

Ragnar Nathanaelsson.
Ragnar Nathanaelsson. Eva Björk Ægisdóttir

Íslenska landsliðið í körfuknattleik ferðaðist í gær til Gdansk í Póllandi og þaðan til borgarinnar Bydgoszcz þar sem Poland Cup-mótið fer fram. Mótherjar liðsins verða heimamenn, Líbanon og Belgía, en öll verða þau í eldlínunni á EM sem hefst í næsta mánuði – nema Líbanon.

Fyrsti leikurinn er annað kvöld klukkan 18 að íslenskum tíma og nýtti liðið daginn til æfinga og slökunar eftir ferðalagið frá Íslandi. Tveir landsliðsmenn eiga hins vegar afmæli í dag, Þeir Helgi Már Magnússon, 33 ára, og Ragnar Ágúst Nathanaelsson, 24 ára, sem jafnan er þekktur undir nafninu Nat-vélin meðal annars.

Ragnar birti mynd á Instagram-síðu sinni í kvöld af þessari líka fínu köku sem hann fékk í tilefni dagsins, en ekki fylgdi sögunni hvort Helgi hafi fengið köku líka. Mbl.is óskar drengjunum til hamingju með daginn.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/65hY8uQ5fj/" target="_top">Hugsað virkilega vel um afmælisbarnið hérna í Póllandi! #birthdayboy #NatNation #24</a>

A photo posted by @220cm on Aug 27, 2015 at 12:36pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert