Fæ að kenna á því að vera yngstur

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er yngsti leikmaður Íslands sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í byrjun næsta mánaðar. Hvernig er fyrir ungan og upprennandi íþróttamann að taka þátt á stórmóti í fyrsta sinn?

„Þetta er þvílíkur heiður og maður er enn að átta sig á þessu, ég held það gerist ekki fyrr en maður er kominn inn á gólfið með þessum gaurum,“ sagði Martin í samtali við mbl.is á dögunum. Hann fær að finna aðeins fyrir því að vera yngstur í liðinu.

„Ég fæ alveg nóg að kenna á því, allar töskur og það sem menn nenna ekki að halda á það endar á mér,“ sagði Martin og hló. Hann er við nám í Bandaríkjunum og var valinn nýliði ársins með LIU Brooklyn síðasta vetur, en hann segir félagana í liðinu varla trúa því að Martin sé að fara að mæta mörgum stjörnum NBA-deildarinnar

„Ég held að þeir átta sig ekki alveg á því, að vera að fara að mæta Pau Gasol og þessum gaurum. Þeir trúa því ekki fyrr en þeir sjá það. Maður verður svolítið stór eftir þetta,“ sagði Martin léttur í samtali við mbl.is.

Nánar er rætt við Martin í meðfylgjandi myndskeiði.

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert