Jákvæð teikn í Póllandi

Hlynur Bæringsson
Hlynur Bæringsson Eva Björk Ægisdóttir

„Okkur fannst við ekki spila nægilega vel í heildina, en miðað við hvað við spiluðum illa vorum við á nokkuð góðum stað í leiknum. Við vorum alveg í góðum séns á móti mjög góðu körfuboltaliði, á þeirra heimavelli. Það var jákvætt, en það datt svolítið botninn úr þessu hjá okkur í restina. Við hefðum vel getað spilað betur og unnið þennan leik,“ sagði Hlynur Bæringsson, landsliðsmaður í körfubolta, eftir 80:65-tap gegn Póllandi á fjögurra þjóða æfingamóti í Póllandi í gærkvöld.

Leikirnir á mótinu eru þeir síðustu hjá Íslandi áður en sjálft Evrópumótið tekur við í Berlín næsta laugardag. Pólland leikur einnig á mótinu.

Heimamenn voru einu stigi yfir í hálfleik, 36:35, og jafnvægið í leiknum var gott þar til rúmar fimm mínútur voru eftir. Þá missti Ísland boltann klaufalega og fékk þriggja stiga körfu í bakið, og við það má segja að botninn hafi dottið úr leik þess, eins og Hlynur benti á.

Nánar er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert