Brynjar fer sínar eigin leiðir

Brynjar Karl Sigurðsson er kominn með hið unga félag Aþenu …
Brynjar Karl Sigurðsson er kominn með hið unga félag Aþenu upp í úrvalsdeildina. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Eftir tæplega hálftíma símaspjall mitt við hinn einstaka Brynjar Karl Sigurðsson, sem má að hluta til sjá hægra megin við þennan bakvörð, er erfitt fyrir mig að heillast ekki af manninum.

Brynjar fer sínar eigin leiðir og er ófeiminn við að segja skoðanir sínar, þótt hann viti manna best að þær kunni að vera umdeildar. Brynjar vakti mikla athygli, jákvæða sem neikvæða, þegar heimildarmyndin Hækkum rána kom út árið 2021.

Í henni var fjallað um réttindabaráttu 8-13 ára stúlkna sem Brynjar þjálfaði á sinn hátt, líkt og þær væru fullorðnir atvinnumenn, og hvernig þær máttu ekki spila gegn strákum í sama aldursflokki.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert