Keflavík knúði fram oddaleik

Sigurður Pétursson sækir að körfu Grindvíkinga.
Sigurður Pétursson sækir að körfu Grindvíkinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík og Grindavík áttust við í fjórða leik sínum í baráttunni um að komast í úrslitaeinvígið gegn annað hvort Val eða Njarðvík í Íslandsmóti Karla í körfubolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Keflavíkur 89:82.

Þar með mætast liðin í oddaleik í Smáranum í Kópavogi á þriðjudagskvöldið.

Fyrsti leikhluti var Keflvíkinga.

Keflvíkingar mættu dýrvitlausir til leiks í kvöld og settu tóninn strax í fyrsta leikhluta. Þeir komust í 12:0 og 15:1 og voru fremri Grindvíkingum á öllum sviðum leiksins.

Það mætti segja að Grindvíkingar hafi gleymt að mæta í fyrsta leikhlutann því varnarleikur þeirra var nánast enginn.

Keflvíkingar tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru og fengu ítrekaðar tilraunir til að setja niður körfur sem þeir gerðu. Fór svo að Keflavík leiddi með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta 27:16.

Keflvíkingar juku muninn lítillega í öðrum leikhluta

Það var aðeins jafnar á með liðunum í öðrum leikhluta. Grindvíkingar gerðu atlögu að því að minnka muninn og tókst það á köflum.

Minnstur var munurinn 8 stig í stöðunni 37:29 fyrir Keflavík sem jók þó muninn aftur og vann að lokum annan leikhluta með 1 stigi og jók muninn í 12 stig fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik 53:41 fyrir Keflavík. 

Stigahæstur í liði Keflavíkur í fyrri hálfleik var Sigurður Pétursson með 16 stig. Igor Maric var með 7 fráköst fyrir Keflavík og Halldór Hermannsson var með 3 stoðsendingar.

Í liði Grindavíkur var Deandre Kane með 17 stig, Dedrick Basile með 4 fráköst og Daniel Mortensen með 4 stoðsendingar.

Keflavík fór langt með að landa sigri í þriðja leikhluta

Keflvíkingar mættu gríðarlega vel stemmdir í þriðja leikhlutann og eftir 4 mínútur af leikhlutanum var staðan 65:43 fyrir Keflavík, 22 stiga munur.

Grindvíkingar enduðu þó leikhlutann vel og náðu að minnka muninn í 14 stig fyrir fjórða leikhlutann. Staðan eftir þriðja leikhluta 69:55 fyrir Keflavík.

Grindvíkingar gerðu harða atlögu í fjórða leikhluta

Grindvíkingar vöknuðu heldur betur til lífsins í fjórða leikhluta og skoruðu hverja þriggja stiga körfuna á fætur annari.

Þegar þrjár mínútur voru búnar af fjórða leikhluta var staðan 71:68 fyrir Keflavík og munurinn einungis 3 stig.

Keflvíkingar voru ekki á því að gefa leikinn eftir og settu alla katla hraðlestarinnar í gang og juku muninn hægt og þétt aftur.

Þegar 2 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta var munurinn aftur kominn í 11 stig í stöðunni 86:75. Grindavík gerði lokaatlögu sína að því að ná fram framlengingu eða sigri of seint og tókst að minnka muninn aftur í 7 stig í stöðunni 89:82 og voru það lokatölur í Ryekjanesbæ. Oddaleikur í Smáranum staðreynd. 

Stigahæstur í liði Keflavíkur var Sigurður Pétursson með 24 stig. 

Í liði Grindavíkur var Deandre Kane með 21 stig. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Keflavík 89:82 Grindavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert