Alþjóðabankinn gefur út krónubréf

mbl.is/Júlíus

„Alþjóðabankinn  tilkynnti nú í morgun um nýja útgáfu krónubréfs til eins árs að nafnvirði 14 milljarða króna og bera bréfin 11,5% vexti. Er þetta önnur útgáfa febrúarmánaðar en áður voru gefnir út 2 milljarðar króna í byrjun mánaðar.

Samtals hafa 8 milljarðar króna fallið á gjalddaga í mánuðinum að viðbættum vöxtum. Útgáfa umfram innlausn í þessum mánuði nemur því 8 milljörðum króna, að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

Í mars falla krónubréf að nafnvirði 27 milljarða króna á gjalddaga og búast má við að töluverðum hluta gjalddaganna verði mætt með nýjum útgáfum enda hefur komið í ljós að á meðan vaxtarmunurinn er jafnmikill og raun ber vitni hefur áhugi fjárfesta á nýjum útgáfum krónubréfa viðhaldist, að því er segir í Morgunkorni.

Til að mynda var stórum gjalddögum í janúar að fullu mætt með nýjum útgáfum. Núna eru útistandandi krónubréf að fjárhæð ríflega 396 ma.kr., sem er svipuð staða og var um mitt síðasta sumar."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK