GM ætlar að selja Hummer

Reuters

Fjármálastjóri General Motors, Walter Borst, greindi frá því í dag að bílaframleiðandinn hygðist setja framleiðslu sína í Strassborg í Frakklandi í sölu og Hummer vörumerkið. Borst segir að fleiri eignir GM verði jafnvel settar í sölu síðar á árinu.

Borst tilkynnti þetta á ráðstefnu á vegum Deutsche Bank í dag. Þar kom einnig fram að nánari upplýsingar um verðhugmyndir félagsins á eignunum yrðu kynntar í næsta mánuði. Samkvæmt vef GM eru eignirnar metnar á 2-4 milljarða Bandaríkjadala.

GM líkt og aðrir bílaframleiðendur standa frammi fyrir lausafjárskorti á sama tíma og sala á bílum hefur dregist verulega saman í Bandaríkjunum. Í júlí greindu forsvarsmenn GM frá því að stefnt væri að því að draga verulega úr rekstrarkostnaði eða um 10 milljarða dala og sölu eigna fyrir um fimm milljarða dala fyrir árslok 2009.

Hlutabréf GM hafa lækkað um tæp 3% í Kauphöllinni í New York í dag.

General Motors
General Motors Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK