Kallaði ráðherra og þingmenn á fund

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Golli

Fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag, að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi í fyrrinótt, eftir að sú niðurstaða var fengin að ríkið fengið 75% hlut í Glitni, kallað kallað Björgvin Sigurðsson, bankaráðherra, og einhverja óbreytta þingmenn stjórnarflokkanna til fundar. Jón Ásgeir ræddi sjálfur við ráðherrann en þeir Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, og Lárus Welding, forstjóri bankans, ræddu við þingmennina.

Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur og Péturs Blöndal er haft eftir heimildum, að hljóðið í Jóni Ásgeiri hafi verið afar þungt og hann hafi látið ráðherrann fá það óþvegið og bókstaflega dembdi sér yfir hann.

Efnislega beindist öll hans gagnrýni að Davíð Oddssyni og hann reifaði þá samsæriskenningu að seðlabankastjóri væri nú að koma fram hefndum og vinna fullnaðarsigur á Jóni Ásgeiri og fjölskyldu hans. Fram kemur að fáum sögum fari af viðbrögðum ráðherrans við efnisinnihaldi þessa næturfundar en hermt sé að hann hafi verið svo gott sem orðlaus.

Hvað varðar fundi stjórnarformanns og forstjóra Glitnis með þingmönnum er því haldið fram að þeir hafi verið efnislega á sömu lund og fundur Jóns Ásgeirs með bankaráðherranum en mun hófstilltari á allan hátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK