300 milljarðar í eigu útlendinga

Eignir erlendra fjárfesta hér á landi í formi ríkisverðbréfa og innstæðna nema um 306 milljörðum króna samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands og sérfræðingum á fjármálamarkaði. Hluti af þessari upphæð er mjög næmur fyrir vaxtastigi í landinu til skemmri tíma. Lækkun eða hækkun stýrivaxta um hvert prósentustig hefur veruleg áhrif á vaxtagreiðslur til útlendinga á ársgrunni. Þó er deilt um hversu mikil áhrifin eru.

Samkvæmt lánayfirliti ríkisins, sem Seðlabankinn gefur út, eiga erlendir aðilar 175,5 milljarða króna í formi ríkisskuldabréfa eða 61% af allri útgáfunni. Í lok febrúar áttu sömu aðilar 21 milljarð króna í ríkisvíxlum. Líklega hefur sú tala hækkað eftir útboð á ríkisvíxlum fyrir páska.

Þessu til viðbótar er það varlegt mat sérfræðinga að erlendir aðilar eigi 60 milljarða króna í formi innstæðubréfa í Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn er ekki tilbúinn að staðfesta þá tölu.

Þá liggja útlendingarnir líka með háar upphæðir á innlánsreikningum í ríkisbönkunum, sem eru tryggðir af ríkinu. Þessar upphæðir geta breyst á milli mánaða og munar tugum milljarða króna. Mjög varlegt mat er að 50 milljarðar séu geymdir á innlánsreikningum sem tengjast beint stýrivöxtum Seðlabanka Íslands.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK