Ungverska bankakerfið í hættu

Moody's telur ungversku bankana í hættu
Moody's telur ungversku bankana í hættu Reuters

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's varaði við því í dag að Ungverska bankakerfið væri í hættu vegna þess hversu stór hluti lána þeirra er í erlendri mynt. Þá lækkaði fyrirtækið styrkleikaeinkunn átta ungverskra banka.

Moody's sagði allt benda til „hraðrar hnignunar ungverska viðskiptaumhverfisins," og sagði landið vera með „eitt áhættusæknasta bankaerfið í Mið- og Austur-Evrópu," vegna mikillar lánatöku erlendis.

Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að áhættan í ungverska bankakerfinu hafi aukist mjög hratt, vegna aukins óstöðugleika forintunnar (gjaldmiðils Ungverjalands) og vegna 5% samdráttar í hagkerfinu á þessu ári.

Þá segir að ungversku bankarnir séu undir þrýstingi vegna aukinna vanskila fyrirtækja, samhliða hnignun fjármálageirans, verri atvinnuhorfum og mögulegrar lækkunar á húsnæðismarkaði.

„Við teljum að þessi áföll séu líkleg til að veikja eiginfjárstöðu flestra ungverskra banka til muna á næstu tveimur árum," segir í yfirlýsingunni. Þá hafi geta ríkisins til að koma bönkunum til hjálpar einnig veikst.

Moody's lækkaði styrkleikaeinkunn OTP bankans, OTP veðlánabankans, CIB banka, K&H banka, MKB banka, Erste Hungary banka og Budapest banka, auk þess sem fyrirtækið lækkaði langtíma lánshæfiseinkun fyrir MFB Hungarian þróunarbankann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK