Huldufélag úrskurðað gjaldþrota

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Fjárfar gjaldþrota 7. júlí.
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Fjárfar gjaldþrota 7. júlí. mbl.is

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað félagið Fjárfar ehf. gjaldþrota en tollstjóri krafðist þess í maí að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Um hálfgert huldufélag er að ræða en það skilaði síðast árs­reikn­ingi árið 2012 og átti þá um 25 millj­ón­ir króna. Starf­semi fé­lags­ins virðist hins veg­ar hafa verið lít­il sem eng­in á þeim tíma.

Í Lögbirtingablaðinu fyrr í mánuðinum kom fram að Fjárfar hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 7. júlí síðastliðinn. Skiptafundur fer fram miðvikudaginn 27. september. 

Í gegn­um tíðina hef­ur eng­inn viljað kann­ast við að eiga fé­lagið eða hafa stjórnað því. Skráðir stjórn­ar­menn sóru fé­lagið af sér og sögðust ekk­ert hafa skipt sér af því. Það var þó ít­rekað tengt við Baug, en Jó­hann­es Jóns­son, kennd­ur við Bón­us, var skráður stjórn­ar­maður í fé­lag­inu.

Fé­lagið stóð á ár­un­um 1999 til 2003 í marg­vís­leg­um fjár­fest­ing­um og tók meðal ann­ars þátt í harðvítugri bar­áttu um völd í Straumi og Íslands­banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK