Viðskiptavinir greiði lægra verð

Landsvirkjun segir að þrátt fyrir hækkanir á verði til sölufyrirtækja rafmagns sé áætlað að meðalverð til viðskiptavina verði lægra en það var á árunum 2015 og 2016 á föstu verðlagi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun vegna fréttar ViðskiptaMoggans í dag þar sem greint var frá því að í verðskrá, sem Lands­virkj­un hef­ur ákveðið að taka muni gildi frá og með ára­mót­um og varðar verðlagn­ingu á raf­magni í heild­sölu, hækki ein­staka liðir um tugi pró­senta.

Í tilkynningunni segir að búast megi við því að meðalverð til sölufyrirtækja rafmagns muni hækka að raunvirði um 2,2% á næsta ári. 

„Þrátt fyrir þessa hækkun er áætlað að meðalverð til viðskiptavina verði lægra en það var á árunum 2015 og 2016 á föstu verðlagi.“

Þá er tekið fram að fyrirkomulagi heildsölusamninga hafi verið breytt um síðustu áramót, í því augnamiði að bæta nýtingu auðlindarinnar. Þetta hafi meðal annars verið gert með því að minnka skuldbindingu sölufyrirtækja og auka sölu á skammtímarafmagni. 

„Til að endurspegla betur kostnað við framleiðslu á mismunandi árstímum og vegna bættrar nýtingar raforkukerfisins, þar sem hægt er að miðla betur vatni í lónum milli árstíða, hækkar verð á rafmagni yfir sumarmánuði en á móti er ákveðið að lækka verð á haustin þannig að meðalverðhækkun verður hófleg. Hækkunin verður þannig minni en ella þar sem minna er keypt af rafmagni yfir sumartímann en að vetri til.“

Vísar Landsvirkjun til fréttar frá 8. september á heimasíðu fyrirtækisins þar sem fjallað var um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK