Kínverjar kalla Trump kjána

Donald Trump segist vilja vernda bandarísk störf.
Donald Trump segist vilja vernda bandarísk störf. AFP

Fjölmiðlar í Kína hafa gert grín að ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að settur yrði 25% tollur á vörur frá Kína. Þær vörur sem tollarnir ná til eru að verðmæti um 50 milljarðar Bandaríkjadala. Fjölmiðlarnir segja að „skynsamir menn byggja brýr, en kjánar veggi“. 

Trump greindi frá ákvörðun sinni í gær, en hann sakar stjórnvöld í Peking um hugverkastuld.

Kínversk stjórnvöld hafa svarað í sömu mynt, en þau ætlar að leggja 25% toll á 659 bandarískar vörur sem eru einnig að verðmæti 50 milljarða Bandaríkjadala, að því er segir á vef BBC.

Hlutabréf í kauphöllum víða um heim lækkuðu í verði í kjölfar fréttanna, enda óttast menn viðskiptastríð.

Verndartollarnir hafa áhrif á fjölmargar kínverskar vörur.
Verndartollarnir hafa áhrif á fjölmargar kínverskar vörur. AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa áður greint frá því að þau íhugi að legga frekari tolla á kínverskar vörur svari Kínverjar í sömu mynt. 

Trump segir að það hafi verið nauðsynlegt að leggja á tollana til að koma í veg fyrir frekari ósanngjarnan flutning á bandarískri tækni og hugverkum til Kína. Tilgangurinn sé að vernda bandarísk störf.

Tollarnir hafa áhrif á ólíklegustu vörur, eða allt frá flugvéladekkjum yfir í uppþvottavélar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK