Þegar þú hefur lést um 36 kíló viltu ekki fá þessar athugasemdir

Kathleen Long var alltaf í yfirþyngd.
Kathleen Long var alltaf í yfirþyngd. mbl.is/AFP

Kathleen Long hefur verið í yfirvigt nánast allt sitt líf. Á vefsíðu Huffington Post skrifar hún um reynslu sína af því að léttast um næstum 36 kíló, og viðbrögð fólks við breytingunum. 

Þegar þú ert í yfirvigt, eins og ég hef verið nánast allt mitt líf, eða mjög feit, eins og ég hef verið síðustu 15 ár, þá tekur fólk eftir því er þú grennist. Þegar fólk tekur eftir því, þá eru viðbrögðin ólík. Ég hef lést um næstum 36 kíló, 29 kíló fóru á síðustu níu mánuðum. Það er eins og það fyrsta sem fólk vill gera er það hefur ekki séð mig í einhvern tíma og sér árangurinn, sé að tala um hvernig ég líti út.

„Vá, þú ert eins og önnur manneskja. Ég þekkti þig ekki.“ Þetta er bara vandræðalegt. Er þetta hrós?

„Þú hlýtur að vera í skýjunum núna, eftir að hafa lést um öll þessi kíló.“ Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá var ég ekki óhamingjusöm áður en ég léttist.

„Ég vona að þú sért ekki að léttast of hratt; þú ert svo grönn.“ Nei alls ekki ég er ennþá 18 kílóum of þung.

„Þú getur líklega ekki borðað neitt af þessu.“ Þetta er eitthvað sem fólk segir gjarnan er ég er í kringum eftirrétti.

„Þú ert búin að léttast um eina manneskju, ef ekki meira. Hvað ertu þung núna?“ Fyrir margar þá er þyngdin eitthvað sem fólk vill ekki tala um, sérstaklega ef maður á að opinbera hversu þungur maður var. Mér hefur fundist það erfitt í mörg ár.

„Flott hjá þér, ég vil frekar lifa heilsusamlegu lífi. Lífið er of stutt.“ Þetta er eitthvað sem fólk segir upp úr þurru.

„Þú ert að hverfa.“ Það er ekki rétt, þú hefur meiri áhuga á mér núna en þú hefur nokkur tíma haft.

Ég hef aldrei verið einstaklingur sem fellur í hópinn. Ég er hávær og orkumikil. En af því að ég hef grennst er ég miðdepill athyglinnar. Fólk kynnir mig fyrir öðrum með því að segja að ég hafi einu sinni verið í mikilli yfirvigt. Það segir hversu stolt það er af mér „núna.“ Fólk spyr mig hvað hafi gerst, af hverju ég hafi leyft mér að fitna svona í langan tíma. Í fyrstu fannst mér þetta vandræðalegt og þetta kom mér úr jafnvægi. En ég vissi að til þess að ná þeim markmiðum sem ég hafði sett mér þá varð ég að finna leið til þess að halda áfram.

Ég byrjaði á því að viðurkenna að ég hafði verið í yfirþyngd og sagði frá því hversu mörg kíló ég hafði verið og leiddi fólk í gegnum það hvernig ég grenntist. Ég elskaði sjálfa mig er ég var 115 kíló og ég elska öll þau 79 kíló sem ég er í dag. Raunin er að það verður alltaf auðveldara og auðveldara að segja frá þessu.

Ég hef lært að vera þolinmóð gagnvart líkama mínum. Að léttast um mörg kíló gerir það að verkum að hormónaflæði líkamans breytist, ég fæ bólur, og ég er ekki í jafnvægi. Mér er heitt og kalt til skiptis. Ég verð þurr í munninum. Ég er með slappa húð. Þetta er ekki alltaf auðvelt, en þetta er ekki heldur alltaf erfitt.

Ég er einnig að læra að vera þolinmóðari gagnvart fólkinu í kringum mig sem ég þekkti áður en ég léttist, þar sem þeir einstaklingar eru líka að aðlaðast breytingunum.

Þakka ykkur fyrir þessar stundum tillitslausar en ástúðlegu athugasemdir, sem gera það að verkum að æfi mig í því að vera besta útgáfan af sjálfri mér.

Kathleen Long var 115 kíló en er í dag 79 …
Kathleen Long var 115 kíló en er í dag 79 kíló. Ljósmynd/Huffington Post
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál