Sjö af ellefu verstu bílunum eru bandarískir

mbl.is/Rauters

Aðeins tvo evrópska bíla er að finna á lista yfir ellefu verstu bíla heims; einn japanskan og einn kóreskan. Afgangurinn – sjö bílar – er bandarískir stálfákar. Þetta er niðurstaða rannsóknarfyrirtækisins Forbes' sem gefur út samnefnt tímarit er birtir listann í nýjasta hefti sínu, en hann er unninn úr niðurstöðum margháttaðrar könnunar á vegum neytendastofnunarinnar Consumers Report. Í þeim var m.a. tekið tillit til reynslu eigenda, nýtni bílanna og sparneytni.

Gæðin fylgja ekki verði

Evrópsku bílarnir tveir á listanum, sem eflaust er ekki eftirsóknarvert að lenda á, eru frá Mercedes Benz. Annars vegar Mercedes Benz S 500 og hins vegar Smart Fortwo. Sá fyrrnefndi er einn af dýrustu fólksbílunum og einmitt þess vegna hafnar hann á listanum. Segir Forbes, að yfirgengilegt verðið sé ekki í samræmi við gæði bílsins.

Hið sama segir að eigi við um botnbíl listans, Cadillac Escalade. Verð þessa Kádiljáks sé einnig úr hófi fram og auk þess sé öryggi hans ábótavant. Efasemdir eru einnig settar fram um öryggisþætti Smart en í umferðaróhöppum eru líkur á að hann myndi oftast lenda í árekstri við sér stærri bíla.

Amerískir og eyða miklu

Mikil eldsneytiseyðsla kom illa út fyrir bandarísku bílana. Athygli vekur að á listanum er enga bíla að finna frá Ford sem framleiðir meðal annars vinsælasta bíl allra tíma í Bandaríkjunum, F150 pallbílinn. Átta bílanna á listanum af 11 verstu kaupunum eru frá General Motors eða Chrysler. Sambland af óáreiðanlegum tæknibúnaði og mikilli bensínnotkun olli því að þeir höfnuðu á listanum, sem lítur annars út sem hér segir:

1. Cadillac Escalade

2. Chevrolet Tahoe Hybrid

3. Jeep Wrangler Unlimited

4. Dodge Nitro SLT

5. Chrysler Town & Country

6. Mercedes Benz S550

7. Chevrolet Aveo

8. Chevrolet Colorado

9. Nissan Titan

10. Jeep Liberty

11. Smart Fortwo

Frá síðasta landsmóti Cadillac klúbbsins.
Frá síðasta landsmóti Cadillac klúbbsins. Ljósmynd/Jóhann Vilhjálmsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál