Tollir bara í samböndum í 3-6 mánuði

Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur svarar spurningum lesenda.
Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur svarar spurningum lesenda. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ragnheiður Eiríksdóttir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð hvort það sé einhver ástæða fyrir því að kona á fertugsaldri tolli aldrei í samböndum. 

Sæl Ragga,

Ég hef skipt nokkuð reglulega um sambönd í gegnum tíðina (er rétt tæplega fertug) og oftast er ég búin að fá nóg eftir 3-6 mánuði en þá er mig hætt að langa að stunda kynlíf með viðkomandi og þó mig langi að stunda kynlíf er ég hætt að fá fullnægingu eftir um 3-6 mánuði. Ég hef reynt að vera með fleiri en einn elskhuga í einu en það virðist ekki skipta máli, eftir 6 mánuði er mér farið að leiðast í rúminu og langar að finna annan elskhuga, eða bara einfaldlega taka pásu frá kynlífi í einhvern tíma og finna svo annan.
Er þessi leiði eitthvað sem hægt er að koma í veg fyrir? Og er þetta ef til vill ástæða þess að ég tolli ekki í samböndum?

Kveðja,

S

Kæra S

Já mér finnst nú líklegt að þetta spili allharkalega inn í þá staðreynd að þú tollir illa í samböndum. Spurningin er samt hvað þú þráir og vilt. Við erum samfélagslega skilyrt af einmaka módelinu (einmaka er tilraun til að endurþýða hugtakið monogamous/monogamy sem hingað til hefur verið þýtt sem einkvæni). Okkur finnst að hið eina rétta sé að fólk finni sér maka helst sem fyrst eftir tvítugt þegar frjósemi er í hámarki og makist gjarnan fyrir lífstíð. Auðvitað er nokkuð ljóst að veruleikinn er heldur betur annar. Á árunum 2001-2010 var stofnað til hjúskapar alls 3244 sinnum og hjúskaparlok á sama tímabili voru alls 2545. Inni í þessum tölum eru ekki þeir sem stofna til sambúðar, fjarbúðar eða kærustuparasambanda af einhverju tagi. En sumsé, sambönd eiga það til að enda, öll sambönd enda þar til eitt þeirra gerir það ekki og endar kannski ekki fyrr en annar aðilinn kveður þessa jarðvist. Við höfum líka ríka tilhneygingu til að meta sambönd eftir því hversu lengi þau hafa varað. Þannig berum við meiri virðingu fyrir sambandi sem hefur staðið í 30 ár heldur en sambandi sem hefur staðið í 3 vikur. Kannski með réttu… og þó? Ég er frekar fylgjandi þeirri hugsun að sambönd þurfi ekki að vera löng til að vera gefandi, góð og að marka. Vissulega er ýmislegt sem kemur með tímanum, þroski, virðing og allskonar fallegt. En tíminn getur líka af sér leiða, rútínu og jafnvel uppgjöf.

Ég veit auðvitað ekki hvers vegna þú færð leið eftir þennan stutta tíma. Kannski er það vegna þess að þú sexar grimmt og upp um alla veggi í byrjun og hreinlega klárar gredduna gagnvart þessum gaurum... kannski hefurðu bara lent á frekar leim gaurum sem reynast óspennandi þegar nýjabrumið er horfið af þeim… kannski ertu að gera kröfu um að spennan sem fylgir upphafi sambands vari lengur en hún í raun gerir og leyfir þér ekki að taka eftir góðu hlutunum sem þróast og þroskast með tímanum… kannski ertu í eðli þínu fjölmaka (polyamorous) og gædd þeim hæfileika að elska marga samtímis. Ef þetta er að plaga þig mikið og þú vilt breyta hvet ég þig til að horfa djúpt í eigin barm, kannski með hjálp sálfræðings eða annars meðferðaraðila, og skoða hvað þú í rauninni vilt og hvaða skref þú getur tekið í átt til breytinga.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Ragga

www.raggaeiriks.com

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Röggu spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál