14 kg fokin og því skalt tæmt úr skápunum

Hér eru Lóa Pind Aldísardóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir ásamt vinkonu …
Hér eru Lóa Pind Aldísardóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir ásamt vinkonu sinni.

„Konur á virðulegum aldri sem eru búnar að átta sig á því hvað skiptir máli, eða kannski hvað skiptir EKKI máli í lífinu. Það er nefnilega ekki að safna drasli,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og blaðamaður, en á morgun ætlar hún að opna heimili sitt á Skólavörðustíg þar sem hún og Lóa Pind Aldísardóttir fréttamaður verða með flóamarkað.

Lesendur Smartlands þekkja Ragnheiði Eiríksdóttur vel en á tímabili svaraði hún spurningum lesenda um kynlíf og samskipti kynjanna. Dálkurinn vakti heilmikla kátínu. 

„Við eigum ótrúlegt magn af gersemum sem gætu orðið fjársjóður þeirra sem mæta á markaðinn. Til dæmis plötusafn afa míns sem inniheldur klassíska tónlist og óperur sem mestu óperuperrar láta sig dreyma um,“ segir Ragnheiður. 

Ragnheiður hefur staðið í ströngu síðan í vetur en þá fór hún í magabandsaðgerð og hefur síðan létt sig um 14 kg. Þetta hefur gert það að verkum að margt í fataskáp hennar er orðið hólkvítt. 

„Það er ýmislegt í fataskápnum mínum sem ég ætla að kveðja,“ segir hún. 

Flóamarkaðurinn er laugardaginn 9. júní kl. 14.00 á Skólavörðustíg 41.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál