Bjóða upp á Bjarna Ben klippingu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Ómar Óskarsson

Hárgreiðslumeistararnir á hárgreiðslustofunni Rauðhettu og úlfinum bjóða nú upp á svokallaða foringjaklippingu sem innblásin er af Bjarna Ben. fjármálaráðherra.

Bjarni þykir afar hárprúður maður, en foringjaklippingin er „endurbætt og unglegri útgáfa af Bjarna Ben. klippingunni,“ að sögn Sverris Diego, hárgreiðslumanni á Rauðhettu og úlfinum. 

Klippingin kostar 6.500 krónur en Sverrir segir gaman að geta þess að það samsvari 26 máltíðum samkvæmt þeim forsendum sem gefn­ar voru í frum­varpi fjár­málaráðuneyt­is­ins um breyt­ing­ar á lög­um um virðis­auka­skatt þar sem gengið er út frá því að máltíð fyr­ir einn í fjög­urra manna fjöl­skyldu kosti 248 krón­ur.

Foringjaklippingin er samkvæmt heimildum Smartlands Mörtu Maríu ein vinsælasta klippingin í dag og eru fjölmargir töffararnir sem skarta henni.

Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál