Fryst lifandi til að viðhalda fegurðinni

Pamela Anderson
Pamela Anderson

Pamela Anderson er tilbúin að gera ýmislegt til að viðhalda æskublómanum - svo mikið að hún er tilbúin að láta frysta sig lifandi.

Ein skringilegasta fegurðarmeðferð í heimi kallast Kriotherapy og felur í sér að meðferðarþeginn er frystur. Fyrst er hann reyndar klæddur í sérstaka sokka, hanska, ennisband, andlitsgrímu og nærföt og því næst lokaður inn í sérstökum frystiklefa þar sem hann hafður í 130 gráðu frosti í þrjár mínútur.

Fullyrt er að meðferðin geri kraftaverk og geti læknað bæði sjúkdóma, íþróttameiðsl, appelsínuhúð og almenna þreytu.

Meðferðin virkar þannig að við ógnarkulda fer líkaminn í sérstakt ástand þar sem hann lokar fyrir blóðflæði til fótleggja og handa. Fyrir vikið er hámarksblóðflæði til líffæra og heila auk þess sem að líkaminn framleiðir seratónín í miklu magni en seratónín er oft nefnt gleði-hormónið.

Meðal frægra aðdáenda þessarar meðferðar eru Pamela Anderson og Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.

Pamela Anderson.
Pamela Anderson. Reuters
Pamela Anderson.
Pamela Anderson. Reuters
Pamela Anderson
Pamela Anderson Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál