Kostar á milli 70.000 og 200.000

Hér sést fyrir og eftir „tear trough“ aðgerðina.
Hér sést fyrir og eftir „tear trough“ aðgerðina.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda. Hér er hún spurð út í „tear trough“ eða svæðið undir augunum og hvort hægt sé að laga það. 

Sæl Þórdís og takk fyrir svörin sem þú veitir hér. Ég er með spurningu varðandi svæði undir augum, sem nefnist á ensku „tear trough“. Hef ekki íslenska heitið á því svæði, nema að svæðið virðist missa fyllingu og „sökkva“ að ákveðnu leyti. Þetta lætur mann líta út fyrir að vera mun eldri, þreyttari og með poka/eða sokkin augu vegna skuggans sem verður til á svæðinu. Hvaða ráð gefur þú varðandi meðhöndlun á þessu svæði og hvað kostar að eiga við það? Öll svör metin mikils.

Kær kveðja,

Guðrún

Sæl Guðrún,

takk fyrir spurninguna og takk fyrir að lesa svörin mín.

Þetta svæði undir augunum er vissulega vandamálasvæði! Með aldrinum dýpkar það og oft dekkist liturinn. Húðin á þessu svæði er líka þynnri og sumir eru með dökka bauga frá yngri fullorðinsárum. Oftast byrja ég á því að fylla upp í svæðið með fylliefni sem er eins og fylliefni sem sett er í varir og hrukkur en er aðeins þynnra. Mikilvægt er að mesta fyllingin fari undir hringvöðvann umhverfis augun. Þegar fyllingin er komin þá er oft auðveldara að „fela“ litinn með förðun. Þetta er tímabundin lausn sem skilur oftast ekki eftir sig mar eða bólgur, virkar í ca 1 ár, stundum lengur. Sprautan kostar 70.000 kr. Til þess að fá varanlega fyllingu og hugsanlega litabreytingu þá mæli ég með þinni eigin fitu sem er sett í skilvindu og hreinsuð og síðan sprautað á svæðið. Þá kemur meira mar og bólgur, getur tekið nokkrar vikur að jafna sig. Aðgerðin er gerð á skurðstofunni oftast ásamt svæfingarlækni og kostar frá 200.000 krónum. 

Vona að þetta svari spurningu þinni,

Gangi þér vel og bestu kveðjur

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningar HÉR. 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál