Er hægt að færa fitu af handleggjum í brjóst?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð út í fituflutninga eða „fat transfer“ eins og það kallast á ensku. 

Hæ Þórdís,

ég var að spá hvort þú værir að gera „fat transfer“? Ég hef verið að stúdera þetta eitthvað á netinu og semsagt séð að þetta er gert. Mig langar að færa fitu frá handleggjunum yfir í brjóstin til að stækka brjóstin um eina skala stærð. Mig langar að hafa brjóstin þrýstnari. Mig langar mikið frekar að gera þetta en að fá mér silikon brjóst.

Kær kveðja Mellorka

Sæl og takk fyrir spurninguna,


já, ég geri fituflutning (lipofilling) og hef gert frá 2004. Ég kenndi lýtalæknum í Frakklandi þessa tækni á vegum spítalans. Frá því að ég kom til Íslands hef ég notað fituflutning í margs konar tilgangi (fylla upp í ör, stækka rassa, fylla upp í hrukkur, lagfæring á brjóstauppbyggingu eftir krabbameinsmeðferð, stækka brjóst o.sv.frv). Í nokkur ár var ekki mælt með fituflutningi í brjóst vegna gruns um tengsl við krabbamein í brjóstum. Þetta hefur verið afsannað með rannsóknum. Mikilvægt er að fitan fari á réttan stað en ekki í kirtilinn sjálfan. Aðgerðin er gerð í svæfingu og u.þ.b. 100-150ml sem hægt er að setja í brjóst í einu (u.þ.b.ein skálarstærð). Fitan er meðhöndluð á sérstakan hátt og hreinsuð áður en henni er komið fyrir í brjóstunum. Henni er sprautað með litlum þar til gerðum stílum í gegnum lítil göt. Það er alltaf einhver rýrnun á fitu sem er á þennan hátt flutt á milli líkamshluta en mismikil eftir svæðum, í brjóstum u.þ.b. 20% rýrnun. Engin aðgerð er áhættulaus og hægt að fá blæðingu og sýkingar við allar aðgerðir þ.á.m. þessa aðgerð. Mikilvægt er að velja rétta skjóstæðinga fyrir aðgerð af þessu tagi og stilla væntingum í hóf (lítil stækkun og aðgerðin er ekki brjóstalyfting).
Annars er best að skoða þetta með lýtalækni á stofu og sjá hvort þú ert kandidat í þetta.

Með bestu kveðjum, 
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál