IKEA pokinn í íslenskri fatalínu

IKEA-pokinn komst í fréttir þegar Balenciaga hannaði tösku sem lítur næstum alveg eins út. Nú hefur INKLAW hannað línu í samvinnu við IKEA. 

„Eftir að Balenciaga gerðu þessa tösku byrjaði eitthvað rosalegt IKEA hype í tískuheiminum. Fólk úti í heimi fór að búa til alls konar hluti úr hefðbundnum IKEA-pokum, s.s. grímur, nærbuxur, brjóstahaldara, töskur og margt fleira,“ segir Anton Sigfússon hjá íslenska fatamerkinu INKLAW en fyrirtækið bjó til tískulínu sem er innblásin af IKEA. Línan kallast IKEA X INKLAW. 

„Snemma í síðustu viku fengum við svo þá hugdettu að taka þátt í þessu æði. Vissum við að þetta yrði miklu flottara ef við gætum fengið IKEA á Íslandi til að taka þátt í þessu með okkur, enda vitum við ekki til þess að neinar af þessum IKEA-hönnunum hafi verið gerðar í beinu samstarfi við IKEA-verslun. Bókstaflega 15 mínútum eftir að við höfðum sent þeim skilaboð fengum við jákvætt svar frá þeim. Þau létu okkur í kjölfarið fá slatta af hinum víðfrægu IKEA-pokum og fór svo að við gerðum úr þeim peysur, buxur og jakka í mjög takmörkuðu upplagi. Við fengum svo auðvitað að laumast inn í IKEA eftir lokun til þess að taka myndir fyrir línuna,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál