Er hægt að laga skakkt nef án skurðaðgerðar?

Þórdís Kjartansdóttir.
Þórdís Kjartansdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea-Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér spyr lesandi Þórdísi út í skakkt nef og hvað sé hægt að gera í því:

Mér finnst nefið á mér alltaf vera svolítið skakkt. Þyrfti ég að fara í aðgerð og láta brjóta það upp eða er eitthvað annað í stöðunni til að laga það?

Sæl.

Það er ekki víst að það sé beinið í nefinu sem er skakkt, heldur getur það verið miðsnesið, sem er brjósk í miðju nefinu sem liggur í framhaldi af beininu. Ef það er skakkt getur það stundum valdið því að loft flæðir ekki jafnt um báðar nasir. Þetta getur háls-, nef- og eyrnalæknir eða lýtalæknir skoðað með þér. Ef þú ert ekki með nein óþægindi frá nefinu önnur en smávægilegt varðandi útlitið og finnst aðgerð ekki það besta í stöðunni fyrir þig er stundum hægt að sprauta sk. fylliefnum (sama og er notað til þess að fylla í hrukkur og stækka varir) í misfellur í nefinu. Það hef ég stundum gert fyrir skjólstæðinga mína og í raun ótrúlegt hvað smávægileg breyting á nefi getur gert mikið fyrir útlitið.

Með kveðju,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir Dea-Medica, Glæsibæ

Þú getur sent inn spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál