„Ætti ég að láta laga þessi ljótu ör?“

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurðu út í legnám og ör sem því fylgir.

Sæl Þórdís.

Ég er rúmlega fertug kona í góðu líkamlegu ásigkomulagi og innan kjörþyngdar, sennilega frekar í grennri kantinum. Nú stend ég frammi fyrir því að þurfa að fara í legnámsaðgerð. Ég er með mjög stórt og ljótt ör á maganum sem nær frá lífbeini upp að nafla og hefur nokkrum sinnum verið skorið í vegna aðgerða sem ég hef þurft að fara í. Ég er líka með annað eldra og mun penna ör sem er næstum því alveg hulið af skaphárum (læknarnir sáu það hinsvegar ekki þegar hin aðgerðin var framkvæmd og skáru því þvert á magann á mér). Þessi ör gera það samt að verkum að ég er með akkerislaga ör á neðri helmingi magans sem er líka töluvert útstæðari en efrihluti magans. Þar sem þetta eru svona ljót ör hef ég velt fyrir mér hvort ég gæti átt rétt á að láta laga þessi ör þ.e. láta þau hverfa með svokallaðri svuntuaðgerð þegar legnámsaðgerðin væri framkvæmd eða mun ég enda uppi með enn ljótara ör yfir þveran neðri hluta magans eftir legnámsaðgerðina?

Með bestu kveðju,

Ein rúmlega fertug

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Kvensjúkdómalæknirinn þinn sem mun framkvæma legbrottnámsaðgerðina mun örugglega ræða við þig um hvaða skurð er best að nota til þess að fjarlægja legið. Í sumum tilfellum er hægt að fjarlægja leg í gegnum leggöng. Ég myndi ráðleggja þér að byrja á legnáminu og huga síðan að hugsanlegri svuntuaðgerð. Kannski getur kvensjúkdómalæknirinn þinn lagað ljóta örið þitt að hluta þannig að þú verðir sáttari við það! Annars er hægt að laga svuntu síðar. Þá þarf að meta hvers konar svuntuaðgerð kemur til greina hjá þér, m.a. skoða umfram húð ofan nafla, staðsetningu naflans.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.

Þórdís Kjartansdóttir.
Þórdís Kjartansdóttir. Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál