Skagamenn, Blikar og Fylkismenn sigruðu

Þórður Guðjónsson kom Skagamönnum í 3:2 eftir að þeir höfðu …
Þórður Guðjónsson kom Skagamönnum í 3:2 eftir að þeir höfðu lent 0:2 undir í seinni hálfleik. ÞÖK

Skagamenn unnu í kvöld frækinn sigur á Frömurum, 4:2, á Laugardalsvellinum í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, eftir að hafa lent 0:2 undir í síðari hálfleik. Breiðablik gerði sér lítið fyrir og vann Keflvíkinga suður með sjó, 3:0, og Fylkir lagði Víking R. í Árbænum, 1:0.

Fylgst var með leikjunum í beinni textalýsingu á mbl.is og fer hún hér á eftir.

Fram - ÍA 2:4 (Jónas Grani Garðarsson 35., 59. - Bjarni Guðjónsson 65., Jón Vilhelm Ákason 73., Þórður Guðjónsson 77., Arnar Már Guðjónsson 90.)
Keflavík - Breiðablik 0:3 (Nenad Zivanovic 22., Prince Rajcomar 45., Steinþór Þorsteinsson 82.)
Fylkir - Víkingur R. 1:0 (Christian Christiansen 29.)

Flautað af í Laugardalnum þar sem Skagamenn sigra Fram 4:2 eftir að hafa lent 0:2 undir í síðari hálfleik.

90+3 2:4. Arnar Már Guðjónsson kemst innfyrir vörn Fram og skorar af öryggi fyrir Skagamenn.

86. Kenneth Gustafsson varnarmaður Keflvíkinga fær sitt annað gula spjald á stuttum tíma og er rekinn af velli í leiknum gegn Breiðabliki.

82. 0:3. Blikar komast þremur mörkum yfir í Keflavík. Steinþór Þorsteinsson sleppur innfyrir vörn heimamanna eftir sendingu frá Prince Rajcomar og skorar.

79. Skagamenn eru hársbreidd frá því að komast í 4:2 gegn Fram þegar Hannes Haraldsson ver naumlega hörkuskot Jóns Vilhelms Ákasonar frá vítateig.

77. 2:3. Þórður Guðjónsson kemur Skagamönnum yfir gegn Fram í Laugardalnum, klippir boltann viðstöðulaust í netið eftir fyrirgjöf Andra Júlíussonar frá hægri.

73. 2:2. Jón Vilhelm Ákason jafnar fyrir ÍA gegn Fram í Laugardalnum með skalla eftir aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar.

65. 2:1. Bjarni Guðjónsson minnkar muninn fyrir ÍA gegn Fram, rennir sér á boltann á markteignum eftir fyrirgjöf Jóns Vilhelms Ákasonar frá hægri og skorar.

59. 2:0. Jónas Grani Garðarsson skorar aftur fyrir Fram gegn ÍA. Hjálmar Þórarinsson átti laglega sendingu fyrir mark ÍA, Jónas Grani kastaði sér fram á markteignum og skoraði af harðfylgi.

53. Þórði Guðjónssyni Skagamanni virðist vera brugðið í dauðafæri í vítateig Framara en Kristinn Jakobsson dæmir ekki vítaspyrnu.

Flautað hefur verið til hálfleiks í öllum leikjunum.

45. 0:2. Breiðablik nær tveggja marka forystu í Keflavík. Prince Rajcomar fékk boltann frá Kristni Steindórssyni, lék á Ómar markvörð og skoraði, 0:2. Hann fær gula spjaldið fyrir að fagna með því að fara úr treyjunni.

35. 1:0. Jónas Grani Garðarsson skorar fyrir Framara, sleppur einn innfyrir vörn Skagamanna eftir sendingu frá Alexander Steen og rennir boltanum framhjá Páli Gísla í marki ÍA.

33. Heimir Einarsson skorar fyrir Skagamenn gegn með skalla eftir aukaspyrnu en Kristinn Jakobsson dæmir markið af vegna bakhrindingar.

29. 1:0 Fylkismenn hafa náð forystunni gegn Víkingi. Christian Christiansen skoraði markið með skalla.

22. 0:1. Breiðablik er komið yfir í Keflavík með marki frá Nenad Zivanovic. Kristinn Steindórsson sendi boltann fyrir markið og Zivanovic afgreiddi hann í netið úr markteignum.

20. Staðan er alls staðar 0:0 en nú glíma leikmenn við nýjar aðstæður, rigningu og rennbauta velli.

12. Henry Nwosu fer meiddur af velli hjá Fram og Jónas Grani Garðarsson kemur inná í hans stað.

Framarar eru með tvo nýja erlenda leikmenn í byrjunarliði sínu gegn ÍA, þá Henry Nwosu frá Þýskalandi og Henrik Eggerts frá Danmörku.

Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Guðjón Antoníusson, Guðmundur V. Mete, Kenneth Gustafsson, Þorsteinn Atli Georgsson, Marco Kotilainen, Baldur Sigurðsson, Jónas Guðni Sævarsson, Símun Samuelsen, Guðmundur Steinarsson, Pétur H. Kristjánsson.

Lið Breiðabliks: Casper Jacobsen, Árni K. Gunnarsson, Kári Ársælsson, Srdjan Gasic, Arnór Aðalsteinsson, Gunnar Örn Jónsson, Arnar Grétarsson, Nenad Petrovic, Nenad Zivanovic, Kristinn Steindórsson, Prince Rajcomar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert