Guðjón: „Augljóst hvert stefnir“

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Við ætluðum ekkert að þenja okkur fram völlinn en ráðast svo til atlögu en það kom ekki til þess. Fyrst og fremst komum við í Vesturbæinn með áætlun, sem gekk út á að mæta KR-ingum aftarlega á vellinum og ekki endilega spila fallegan fótbolta því við vissum að KR-ingar hafa spilað vel undanfarið, verið snöggir fram, skorað töluvert af mörkum og farsælir fram á við,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA eftir leikinn gegn KR í gær.

Hann tjáði sig ekki mikið um dómara leiksins. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að við sitjum ekki við sama borð og aðrir. Það hefur ekkert breyst. Ég held að aðrir hafi aðrar skoðanir á því og ég ber virðingu fyrir því en ég held að kalt mat þegar farið er yfir atburðarásina sé að því miður sé augljóst hvert stefnir,“ bætti Guðjón við. 

Nánar í Morgunblaðinu en þarer m.a. mynd sem sýnir glögglega hvort boltinn fór yfir marklínuna eða ekki í fyrra marki KR-inga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert