Stórleikur á Akureyri

Stjarnan mætir Þór/KA í kvöld og Valur fær Fylki í …
Stjarnan mætir Þór/KA í kvöld og Valur fær Fylki í heimsókn. mbl.is/Árni Sæberg

Það verður sannkallaður stórleikur í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á Akureyri í kvöld þegar Þór/KA tekur á móti Stjörnunni, en heil umferð verður í deildinni í kvöld.

Baráttan í deildinni er gríðarlega spennandi og í kvöld tekur Þór/KA, sem er með 29 stig í fjórða sæti, á móti Stjörnunni, en Garðbæingar eru með 32 stig í þriðja sæti.

Valur, Breiðablik og Stjarnan eru öll með 32 stig en Akureyrarliðið gæti komist að hlið stjörnunnar með sigri í kvöld.

Á sama tíma tekur Valur á móti Fylki, sem er í fimmta sæti með 23 stig, ÍR og Afturelding/Fjölnir eigast við, GRV tekur á móti grönnum sínum úr Keflavík og Breiðablik fær KR í heimsókn.

Eftir þessa umferð kemur langt hlé því íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í EM í Finnlandi síðar í mánuðinum. Næstu leikir í deildinni verða ekki fyrr en 8. september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert