Fjarlægði járnpinna úr handarbakinu í klefanum

Matt Garner, til hægri, fór í
Matt Garner, til hægri, fór í "aðgerð" í búningsklefa ÍBV. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Matt Garner, enski varnarmaðurinn hjá ÍBV, lék allan leikinn gegn FH í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær en hann hafði ekki leikið síðan fyrir verslunarmannahelgi vegna handarbrots.

Garner lék með höndina vandlega vafða en þar er ekki öll sagan sögð. Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV fjarlægði járnpinna úr hendinni á Garner í búningsklefanum fyrir leikinn. Pinninn stóð út úr handarbakinu en honum hafði verið komið þar fyrir í aðgerð:

„Verður maður ekki bara kærður af læknasambandinu fyrir að blanda sér í þeirra starf?“ spurði Heimir léttur. „Hann var settur í þegar brotið var vírað saman. Pinninn stóð út úr handarbakinu og átti náttúrulega ekki að gera það. Pinninn var laus og við drógum hann bara út þar sem hann pirraði Garner. Það var nú ekki flóknara en svo," sagði Heimir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert