Alfreð með þrennu í 4:0 sigri Breiðabliks á Stjörnunni

Atli Jóhannsson Stjörnumaður í baráttu við Olgeir Sigurgeirsson og Guðmund …
Atli Jóhannsson Stjörnumaður í baráttu við Olgeir Sigurgeirsson og Guðmund Kristjánsson á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Eggert

Breiðablik og Stjarnan mættust í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsideildinni, klukkan 19.15 á Kópavogsvelli.  Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Blikar stilltu upp óbreyttu liði frá síðasta leik. Marel Baldvinsson er meiddur og lék ekki með í kvöld.

Alfreð Finnbogason kom Breiðablik yfir á 47. mínútu með öruggri vítaspyrnu sem hann sótti sjálfur. Blikar fengu annað víti innan 10 mínútna frá fyrra vítinu, sem Alfreð nýtti einnig og skoraði. Hann fullkomnaði síðan þrennuna á 76. mínútu með laglegu skoti inn í teig úr þröngu færi. Haukur Baldvinsson skoraði fjórða markið eftir sendingu frá Alfreði á 83.mínútu.

Byrjunarlið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Finnur Orri Margeirsson, Kári Ársælsson, Kristinn Steindórsson, Alfreð Finnbogason, Olgeir Sigurðsson, Guðmundur Kristjánsson, Jökull Elísabetarson, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Guðmundur Pétursson. Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Árni Kristinn Gunnarsson, Elfar Freyr Helgason, Haukur Baldvinsson, Rannver Sigurjónsson, Elvar Páll Sigurðsson, Andri Rafn Yeoman.

Byrjunarlið Stjörnunnar: Bjarni Þórður Halldórsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Jóhann Laxdal, Atli Jóhannsson, Daníel Laxdal, Halldór Orri Björnsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Dennis Danry, Þorvaldur Árnason, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Ellert Hreinsson. Varamenn: Magnús Karl Pétursson, Björn Pálsson, Birgir Hrafn Birgisson, Hilmar Þór Hilmarsson, Ólafur Karl Finsen, Arnar Már Björgvinsson, Baldvin Sturluson.

Breiðablik 4:0 Stjarnan opna loka
90. mín. Leik lokið Flottur leikur hjá Breiðabliki í kvöld.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert