Heimir: Hafði mjög góða tilfinningu fyrir þessum leik

Gunnar Már og Ásgeir Gunnar virða fyrir sér bikarinn sem …
Gunnar Már og Ásgeir Gunnar virða fyrir sér bikarinn sem FH tryggði sér í kvöld. mbl.is/Ómar

„Mér líður bara mjög vel og er virkilega stoltur af FH-liðinu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 4:0 sigurinn á KR í bikarúrslitaleik karla í knattspyrnu í kvöld.

„FH-liðið spilaði mjög vel á löngum köflum í leiknum, liðsheildin var mjög sterk og menn unnu vel hver fyrir annan. Þegar svo er hjá liðinu þá erum við yfirleitt í góðum málum. Það spiluðu allir vel í kvöld. Ég hafði mjög góða tilfinningu fyrir þessum leik. Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik og það skilar sér að sjálfsögðu,“ sagði Heimir sem hefur fagnað titli á hverju sumri frá því að hann tók við FH.

„Auðvitað hefur þetta samt ekkert verið eintóm sæla og við byrjuðum Íslandsmótið núna til dæmis ekki vel. Hins vegar höfum við verið að ná upp góðum stöðugleika og þó að við fögnum vel í kvöld þá einbeitum við okkur svo strax á morgun að næsta leik gegn Grindavík,“ sagði Heimir sem er ánægður með hugarfar sinna manna.

„Menn eru í þessu til að spila svona leiki og vinna titla og auðvitað hjálpar það FH-liðinu að hafa unnið titla síðustu ár. Liðið kann þá list vel.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert