Leifur látinn fara frá Víkingi

Leifur Garðarsson.
Leifur Garðarsson. mbl.is/Eggert

Víkingur hefur ákveðið að slíta samstarfinu við Leif Garðarsson þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu. Leifur lét af störfum í dag og Ólafur Ólafsson aðstoðarþjálfari mun þjálfa liðið tímabundið.

Víkingar sendu frá sér fréttatilkynningu þess efnis í dag og þar kemur einnig fram að hafinn sé leit að eftirmanni Leifs. 

Víkingur hafnaði í efsta sæti í 1. deild á síðasta sumri og leikur því í Pepsí deildinni á komandi sumri eftir þriggja ára veru í 1. deild.

Talsvert hefur gengið á í herbúðum Víkinga undanfarið eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eftir að mat Leifs á leikmönnum liðsins var sent öllum leikmönnum í tölvupósti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert