Spenna hjá Víking Ó. og ÍBV, sigur hjá Grindavík

Matt Garner, til hægri, fékk að líta rauða spjaldið í …
Matt Garner, til hægri, fékk að líta rauða spjaldið í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það var mikil spenna í viðureign Víkings frá Ólafsvík og ÍBV þegar liðin mættust í deildabikarnum í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli 2:2 en Fannar Hilmarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson skoruðu mörk Víkings. Denis Sytnik og Kjartan Guðjónsson skoruðu hinsvegar mörk Eyjamanna.

Matt Garner sem, fyrsta dag febrúar mánaðar síðastliðins, skrifaði undir samning við knattspyrnudeild ÍBV um að spila með liðinu í sumar fékk rautt spjald í leiknum.

Þetta voru fyrstu stig ÍBV í 2. riðli en Víkingur Ó. er með fjögur stig í 5. sæti eftir þrjá leiki.

Grindavík ekki í vandræðum með Þróttara

Þá vann Grindavík Þrótt R. 2:0 en staðan í hálfleik var 1:0 eftir að Scott Ramsay skoraði glæsilegt mark á 24. mínútu. Skot Ramsays var viðstöðulaust fyrir utan vítateig eftir góða sendingu frá vinstri. Nýr leikmaður Grindavíkur, tékkinn Michal Pospísil bætti svo öðru marki við þegar 27 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Grindavík er eftir sigurinn með 6 stig í þriðja sæti 3. riðils en Þróttur R. er í neðsta sæti án stiga eftir þrjá leiki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert